Ađalfundur

Ađalfundur

Ađalfundur

 Aðalfundur Súlna, björgunarsveitarinnar á Akureyri, verður haldinn þriðjudaginn 11. mars á Hótel KEA. Fundurinn hefst klukkan 19:00, boðið verður upp á veitingar.

Um aðalfund er fjallað í lögum félagsins.

9. grein 
Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins, en milli aðalfunda sérstök kjörin stjórn skv. 
10. grein, sé ekki annars getið í lögum þessum. Kjörgengi og atkvæðisrétt á aðalfundi hafa þeir félagsmenn sem starfað hafa með félaginu í 12 mánuði hið minnsta og fullnægja þeim kröfum sem gerðar eru til nýliða. Aðrir félagar hafa rétt til setu og framsögu á fundinum. Skrá yfir félaga skal liggja frammi á fundinum. Afl atkvæða ræður úrslitum mála, nema annars sé getið í lögum þessum. Aðalfund skal halda fyrir 15. mars ár hvert og skal til hans boðað bréflega með minnst sjö daga fyrirvara. Aðalfundur er lögmætur ef 20 fullgildir félagsmenn hið fæsta sækja fundinn. Ef aðalfundur telst ekki lögmætur, skal samstundis boða til nýs fundar innan fjögurra vikna, og telst hann þá lögmætur ef réttilega er til hans boðað skv. framanskráðu. Dagskrá aðalfundar skal vera þessi. 
1. Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara. 
2. Staðfesting á kjörgengi fundarmanna. 
3. Skýrsla stjórnar. 
4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar. 
5. Lagabreytingar ef þeirra er getið í fundarboði. 
6. Tillögur sem borist hafa kynntar og bornar undir atkvæði. 
7. Stjórnarkjör. 
8. Kosning tveggja skoðunarmanna. Umboð beggja er til eins árs. 
9. Kosning tveggja manna í uppstillingarnefnd. Umboð beggja er til eins árs. 
10. Önnur mál. 
Reikningsár félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi skulu liggja frammi: Lög félagsins, fundargerð síðasta aðalfundar, reglugerðir, félagaskrá, tillögur sem leggja á fyrir fundinn og endurskoðaðir reikningar. Ef ekki tekst að ljúka afgreiðslu mála á aðalfundi félagsins, skal boða til framhaldsaðalfundar. Dagskrá fundarins verði eingöngu um þau mál. 


Svćđi