Fairey Battle no 98

Fairey Battle no 98 Laugardaginn 3. maí eđa sunnudaginn 4. maí verđur fariđ upp ađ flakinu af Fairey Battle no 98 og náđ í restina af brakinu. Veđur ţarf

Fairey Battle no 98

Laugardaginn 3. maí eða sunnudaginn 4. maí verður farið upp að flakinu af Fairey Battle no 98 og náð í restina af brakinu. Veður þarf að vera gott svo þetta sé hægt, stefnum á þann 3. en höfum þann 4. til vara.

Þetta verður vinnu- og skemmtiferð, jafnvel hægt að láta draga sig upp á skíðum og renna sér svo heim. Farið verður á alls konar tækjum og frjáls aðferð við að koma sér heim aftur.

Haldinn verður skipulagsfundur þegar nær dregur þar sem farið verður yfir skipulagið.

Upplýsingar um nánari tímasetningar koma síðar.

Yfirumsjón Skúli Árnason, s: 825 1127

Fyrir áhugasama er smá fróðleikur um vélina hér: http://www.flugsafn.is/index.php?option=com_content&view=article&id=62:fairey-battle-bomber&catid=24:wwii&Itemid=139   


Svćđi