N2: Fyrsta hjálp 2

N2: Fyrsta hjálp 2 Skyldunámskeiđ fyrir nýliđa 2. Kennt verđur miđvikudagskvöldiđ 17. sept og svo fös - sunnudag. Byrjum miđvikudaginn kl. 19:00,

N2: Fyrsta hjálp 2

Fyrsta hjálp 2
Fyrsta hjálp 2

Um 20 klst. framhaldnámskeið í fyrstu hjálp er að ræða. Námskeiðið er eingöngu ætlað viðbragðsaðilum, s.s.
björgunarsveitamönnum og lögreglumönnum.
Námskeiðið er til þess að dýpka enn betur þekkingu í fyrstu hjálp og lögð áhersla á verklegar æfingar. Að hluta til er fjallað
um fyrstu hjálpina út frá þeim verkefnum sem björgunarmaðurinn er í þegar hann þarf að beita henni. Fjallað um stjórnun á
slysstað og þar undir upplýsingagjöf, mikilvægi skráningar og hvað skal haft í huga ef unnið er með þyrlu LHG. Þá er farið
dýpra í alla meðferð og athuganir þegar setið er yfir sjúklingi. Aðkoma að flugslysi er tekin fyrir svo og aðkoma að látnum.
Síðast en ekki síst er farið í skipulag Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Almannavarna í hópslysum.

 


Svćđi