Ćfing - snjóflóđ í Hlíđarfjalli

Ćfing - snjóflóđ í Hlíđarfjalli Í gćrkvöldi var haldin snjóflóđaćfing í Hlíđarfjalli. Ţar var líkt eftir 50-60 metra breiđu flóđi sem 7 skíđamenn lentu í.

Ćfing - snjóflóđ í Hlíđarfjalli

Í gærkvöldi var haldin snjóflóðaæfing í Hlíðarfjalli. Þar var líkt eftir 50-60 metra breiðu flóði sem 7 skíðamenn lentu í. Var æft eftir viðbragðsáætlun Hlíðarfjalls en auk félaga í Súlum tóku þátt starfsmenn Hlíðafjalls, Lögreglan og Slökkvilið Akureyrar ásamt manni og leitarhundi frá björgunarsveitinni Tý.

Eftir stutta kynningu á ferlinu í Hlíðarfjalli ef aðstæður sem þessar koma upp var sveitin ræst út með boðum frá Neyðarlínu. Var farið með mannskap á bílum upp að Fjarkanum auk þess sem snjóbíll og sleðar sveitarinnar fóru upp í fjallið. Flestir fundust skíðamennirnir nokkuð fljótt en eftir rúmlega tveggja tíma leit var sá síðasti fundinn og laus úr flóðinu.

Æfingin gékk vel og samstarf þeirra sem að verkefninu komu var til fyrirmyndar. Frá Súlum tóku 39 manns þátt, bæði á vettvangi, tækjum og í stjórnun. Bæði nýliðar 1 og 2 tóku þátt í æfingunni og stóðu sig með stakri prýði. 


Svćđi