Fairey Battle leiđangur

Fairey Battle leiđangur Síđasta sunnudag fór 17 manna hópur í leiđangur á Vaskárjökul ađ ná í flak breskrar sprengiflugvélar. Vélin fórst um voriđ 1941 og

Fairey Battle leiđangur

Hreinsun á flaki Fairey Battle
Hreinsun á flaki Fairey Battle

Síðasta sunnudag fór 17 manna hópur í leiðangur á Vaskárjökul að ná í flak breskrar sprengiflugvélar. Vélin fórst um vorið 1941 og með henni fjórir menn. Farið var á þremur bílum, snjóbíl og vélsleðum og tókst að hreinsa upp stóarn hluta flaksins. Búið er að fara nokkra leiðangra að flakinu til að tína saman brak og taka hluta þess til byggða. Líkamsleifar áhafnarinnar voru sóttar sumarið 2001 en frekari aðgerðum hefur verið frestað þar til nú. Með í ferðinni voru Hörður Geirsson sem fann flakið á sínum tíma sem og maður frá breska sendiráðinu. Ekki tókst að hreinsa allt upp í þessari ferð og þarf því að fara í annan leiðangur síðar.


Svćđi