Kynjahlutföllunum raskađ

Kynjahlutföllunum raskađ Félagar í Súlum hafa fariđ tvćr gönguskíđaferđir í vetur ţar sem dagleiđirnar hafa veriđ 20-30 kílómetrar. Í mars fór tólf manna

Kynjahlutföllunum raskađ

Félagar í Súlum hafa farið tvær gönguskíðaferðir í vetur þar sem dagleiðirnar hafa verið 20-30 kílómetrar. Í mars fór tólf manna hópur í Mývatnssveit og Heilagsdal en í þeim hópi voru sjö nýliðar og nýverið fór átta manna hópur frá Súlum í gönguskíðaferð í Laugafell og í þeim hópi voru sex nýliðar og fimm af þeim að fara sína aðra gönguskíðaferð á stuttum tíma.

Í báðum þessum ferðum hefur kynjahlutföllunum verið verulega raskað því í fyrri ferðinni sem farin var í mars sl. voru hlutföllin fimm karlar og sjö konur en í seinni ferðinni voru átta manns og þar af fimm konur.

Ferðin í Laugafell átti að verða mjög þægileg skíðaganga í sól og blíðu en vegna þess að mikill snjór lokaði leiðinni inn að Fremri-Strangalæk á Eyjafjarðardal lengdist leiðin verulega þar sem eina leiðin var að fara upp Vatnahjalla. Farið var á föstudagskvöldi inn í Bergland sem stendur við Urðarvötn og svo þaðan inn í Laugafell á laugardegi þar sem tekinn var góður tími í að liggja í volgri lauginni. Það var ágætis ferðaveður á föstudagskvöldið og á laugardaginn en sólin lét lítið á sér bera. Á sunnudegi lá fyrir 30 kílómetra dagleið alla leið til baka á móti vindi og á köflum líka slydduhríð og skafrenningi og þá gekk hópurinn inn í þétta þoku við Kerlingarhnjúk. Þrátt fyrir mótlætið voru allir einbeittir í því að klára verkefnið og óhætt að segja að allir hafi staðið sig frábærlega vel þrátt fyrir að hafa ekki mikla reynslu af ferðamennsku á skíðum.


Svćđi