Landsţing, ný stjórn og björgunarleikar

Landsţing, ný stjórn og björgunarleikar 9. Landsţing Slysavarnarfélagsins Landsbjargar fór fram á Ísafirđi síđastliđna helgi og voru ţar rúmlega sex

Landsţing, ný stjórn og björgunarleikar

Súlur Dívur međ bikarinn
Súlur Dívur međ bikarinn

9. Landsþing Slysavarnarfélagsins Landsbjargar fór fram á Ísafirði síðastliðna helgi og voru þar rúmlega sex hundruð sjálfboðaliðar af öllu landinu sem sátu þingið. Eins og tíðkast hefur öttu björgunarsveitarfólk kappi í björgunarleikum sem haldnir eru samhliða landsþingi. 18 lið tóku þátt að þessu sinni en Súlur sendi tvö lið í keppnina.

Á þinginu fóru fram hefðbundin þingstörf auk þess sem ný stjórn var kosin. Átta félagar, sem koma víðs vegar að af landinu, voru kjörnir en Súlur á einn fulltrúa þar inni. Leonard Birgisson var endurkjörinn í stjórn. Í fyrsta skipti var kosið um formann Slysavarnarfélagsins Landsbjargar þar sem tvö voru í framboði. Margrét L. Laxdal úr Slysavarnardeildinni Dalvík og Smári Sigurðsson úr Súlum buðu sig fram og var Smári kjörinn formaður en hann hlaut 92 atkvæði á móti 89 atkvæðum sem Margrét hlaut.  

 

Ný stjórn skipa eftirtaldir:

Gísli Vigfús - Björgunarsveitin Stjarnan, Skaftártungu

Leonard Birgisson - Súlur, björgunarsveitin á Akureyri

Guðjón Guðmundsson - Björgunarsveitin Björg, Eyrarbakka

Valur Sæþór Valgeirsson - Björgunarsveitin Björg, Suðureyri

Eiður Ragnarsson - Björgunarsveitin Ársól, Reyðarfirði

Hallgrímur Óli Guðmundsson - Hjálparsveit skáta Aðaladal

Þorvaldur Friðrik Hallsson - Björgunarsveitin Ársæll

Andri Guðmundsson - Hjálparsveit skáta Garðabæ


Íslendingar hafa aukið ferðalög innanlands síðustu ár og með því hafa jaðarsport og önnnur frístundastörf aukist til muna. Því fylgir því miður aukning á slysum, og ekki síður óhöppum og slysum erlendra ferðamanna og var það niðurstaða þingsins að félagið myndi efla enn frekar forvarnar- og slysavarnarstarf sitt.

Isavia heimsótti landsþingið og afhenti styrki að upphæð níu milljónir króna til 25 björgunarsveita sem munu nýta hann til uppbyggingar á hópslysaviðbúnaði sínum. Súlur fékk hluta af því til styrktar við kaup á nýjum björgunarbát.

Eins og áður kom fram sendi Súlur tvö lið í björgunarleikana. Dívur og Grænu jaxlarnir hétu liðin og gekk þeim mjög vel. Grænu jaxlarnir enduðu í 9. sæti af 18 sem er mjög góður árangur en liðið skipa félagar sem eru í nýliðastarfi eða hafa lokið nýliðastarfi fyrir stuttum tíma. Dívur, liðið sem er eingögnu skipað kvenmönnum gerði sér lítið fyrir og sigraði leikana. Er þetta í fyrsta skipti sem kvennalið vinnur björgunarleikana. Meðfylgjandi mynd sýnir liðið með bikarinn. Þetta er þá fjórða skiptið sem Súlur tekur bikarinn en Súlur Alfa sigruðu seinustu þrjú skipti.


Svćđi