Súlur í sjúkragćslu á landsmóti skáta

Súlur í sjúkragćslu á landsmóti skáta Dagana 20.-27. júlí var landsmót skáta haldiđ á Hömrum. Voru um eđa yfir 2000 manns sem bjuggu í tjöldum ţessa viku

Súlur í sjúkragćslu á landsmóti skáta

Saumavinna í sjúkragćslunni
Saumavinna í sjúkragćslunni

Dagana 20.-27. júlí var landsmót skáta haldið á Hömrum. Voru um eða yfir 2000 manns sem bjuggu í tjöldum þessa viku og undu sér við ýmis verkefni. Til að tryggja öryggi „íbúanna“ og létta á heilbrigðisstofnunum bæjarins voru Súlur með sjúkragæslu á Hömrum allan tímann. Þetta var stórt verkefni þar sem sett var upp 36 m2 sjúkratjald með góðri aðstöðu til skoðana og aðhlynningar, auk skrifstofugáms sem nýttur var til hvíldarinnlagna. 2-6 björgunarsveitarmenn eða sjúkraflutningamenn voru á vöktum allan sólarhringinn og alls um 30 manns sem stóðu vaktina. Auk þess voru læknar á bakvakt á svæðinu sem veittu ráðleggingar og sáu um minniháttar saumaskap, vandasamar greiningar og fleira.
Þessa átta daga komu upp hátt í 150 skráð tilfelli. Allt frá hreinsun sára og upp í bráð veikindi og alvarleg brot. Flestum tilfellum var sinnt og þau kláruð af sjúkragæslunni en einstaka verkefni var sent áfram til bráðamóttöku. Allir sem tóku þátt í sjúkragæslunni fengu nóg að gera og því ljóst að verkefni sem þetta vegur þungt í reynslubanka björgunarsveitafólks.
Súlur vilja koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem komu að framkvæmd og undirbúningi verkefnisins og þá sérstaklega til Slysa- og bráðamóttöku SAk og Slökkviliðs Akureyrar fyrir lán á búnaði og gott samstarf.


Svćđi