Fyrstu útköll ársins

Fyrstu útköll ársins Ţađ ţurfti ekki ađ bíđa lengi eftir fyrsta útkalli ársins en ţađ kom á nýársdagsmorgun. Ţá var sveitin beđin um ađstođ vegna bíla sem

Fyrstu útköll ársins

Það þurfti ekki að bíða lengi eftir fyrsta útkalli ársins en það kom á nýársdagsmorgun. Þá var sveitin beðin um aðstoð vegna bíla sem sátu fastir á Öxnadalsheiði auk þess sem einn bíll hafði fokið út af í mikilli hálku í Öxnadal. Um kvöldið var síðan farið aftur á heiðina vegna bíls í vandræðum. Þá var veður orðið slæmt á heiðinni og færð mjög þung og var nokkrum bílum snúið við sem hugðust leggja á heiðina.

Í nótt var síðan enn farið á heiðina vegna fastra bíla og enn einu sinni í morgun. Súlur, björgunarsveitin á Akureyri er því búið að fara fjórum sinnum á Öxnadalsheiði það sem af er ári og eru aðeins liðnir tveir dagar af því. 

Viljum við benda fólki á að fylgjast með færð og veðri áður en lagt er í ferðalög. Núna er nokkur snjór og talsverð hálka víða. Það þarf því lítið til að lenda í vandræðum. Upplýsingar um veðurhorfur er hægt að nálgast á www.vedur.is og um færð og veður á www.vegagerdin.is


Svćđi