17. desember 2014
Í nógu hefur verið að snúast hjá félögum í Súlum frá síðustu mánaðarmótum. Þó var vonskuveður og voru félagar víða um bæinn við ýmis verkefni. Veðrið hefur síðan þá haldið áfram að hrekkja okkur og voru vegfarendur verið aðstoðaðir vegna ófærðar innanbæjar um síðustu helgi. Eins er búið að fara oftar en einu sinni í Víkurskarð vegna fastra bíla og snjóbíll frá Súlum aðstoðaði við sjúkraflutning um Víkurskarð á mánudaginn. Í gær var síðan aðstoðað við mokstur á snjó af þaki Becromal sem var farið að leka og í nótt var farið að ná í fólk á Öxnadalsheiði sem þar sat fast.