N1: Fjarskipti

N1: Fjarskipti Námskeiđiđ er hluti af Björgunarmanni 1 og skylda fyrir allar nýliđa ađ taka. Námskeiđiđ er ein kvöldstund. Á námskeiđinu eru helstu

N1: Fjarskipti

Fjarskipti
Fjarskipti

Fjarskipti 1 er hluti af námskeiðaröðinni í Björgunarmanni 1 og er því skyldufag allra verðandi björgunarmanna. Námskeiðið
er 3-4 klst og annað hvort kennt sem kvöldnámskeið eða á parti úr degi, eftir því sem aðstæður leyfa. Ítarlega er farið yfir
helstu þætti er snúa að mismunandi fjarskiptakerfum viðbraðgsaðila og almennings. Virkni þessara kerfa er kynnt ásamt
skipulagi. Þá er farið yfir almenna þætti er snúa að notkun VHF talstöðva og meðhöndlun þeirra. Farið er yfir mikilvægi
fagmennsku og trúnaðar í fjarskiptum. Grunnkynning er svo á virkni Tetra talstöðva þannig að notandi geti nýtt sér
lágmarkseiginleika og sé undirbúnari til þátttöku á Tetra grunnnámskeiði. Að lokum er stutt kynning á fjarskiptaráði
björgunarsveita. Að námskeiði loknu eiga nemendur að geta bjargað sér á helsta fjarskiptabúnaði sem björgunarsveitir nota
í sinni starfsemi. Mælst er til þess að nemendur fái tækifæri til að æfa sig á fjarskiptabúnaði sinnar sveitar á næstu vikum
eftir námskeið, hvort sem það er á einstaklingsvísu eða í formi æfingar eða helgarferðar


Svćđi