Ú: Sćmundarhelgi í Suđursveit

Ú: Sćmundarhelgi í Suđursveit 31. apríl - 3. maí 2015 Jökulganga, Ţverártindsegg, Hvannadalshnúkur............. Fararstjóri:Sćmundur Elíasson

Ú: Sćmundarhelgi í Suđursveit

Brottför frá H12 kl.17:00 fimmtudaginn 30.apríl. Heimkoma sunnudaginn 3.maí. Akstursvegalengd frá Akureyri í Suðursveit er 493 km.

Hugmyndin er að eyða langri helgi í Suðursveit, þar er góð aðstaða fyrir grunnbúðir og gistingu. 

Margar skemmtilegar jöklaleiðir eru þarna nálægt, hægt að keyra upp á jökul við Jöklasel og stutt á Hnappavelli í klifur o.fl.

Þverártindsegg liggur næst við sem jöklagönguleið, þar sem Kálfafellsdalur er næsti dalur vestan við bæinn. Einnig er stutt í Skaftafell frá Króki, svo Sveinstindur, Hvannadalshnjúkur, Hrútfjallstindar, Miðfellstindur o.fl. eru innan seilingar. Miðað er við að ákveða eftir fjölda þátttakenda, samsetningu hóps og áhuga hvaða leið er valin og hvað annað er gert í ferðinni.

Gert út frá Króki í Borgarhöfn í Suðursveit, 70 km austan við Skaftafell. Þar er hús með eldhúsi, salerni, sturtum, gufu og gistiaðstöðu fyrir 10 manns. Einnig hlaða þar sem hægt er að halda nokkuð fjölmennt hlöðuball og grill. Í kringum bæinn er fín aðstaða til að slá upp tjaldbúðum fyrir aukagistipláss.


Svćđi