Samćfing svćđi 11

Samćfing svćđi 11 Vetrarćfing / Snjóflóđ Umsjón Súlur / Anton  

Samćfing svćđi 11

Æfingin verður keyrð á einum vettvangi, m.ö.o. eitt stórt verkefni. 
Æfingin hefst með útkallsboðun Neyðarlínu milli kl 11 og 12. 
Æfingarlok verða tilkynnt af svæðisstjórn. (væntanlega milli 14 og 16)

Þegar æfingin verður boðuð skulu þær sveitir sem taka þátt vera klárar á eftirfarandi stöðum:
• Tindur: Á Ólafsfirði
• Strákar: Á Siglufirði
• Dalvík, Súlur, Dalbjörg, Týr og Ægir: Á Dalvík

Tindur og Strákar skulu bregðast strax við útkallsboðun. 
Aðrar sveitir verða ræstar á „tímajöfnun“ frá Dalvík af svæðisstjórn.

Æfingin verður haldin í nágrenni Ólafsfjarðar og hefst skömmu fyrir hádegi laugardaginn 2. febrúar. 

Æfingunni lýkur á bilinu 14-16 sama dag. 
Boðið verður upp á léttar veitingar að æfingu lokinni í húsnæði Björgunarsveitarinnar Tinds á Ólafsfirði.

Rýnifundur verður haldin að æfingunni aflokinni yfir áður nefndum veitingum og mikilvægt að sem flestir mæti þangað.

Sveitir skulu hafa í huga að skipuleggja sig úr húsi með 1sta og 2nnan hóp, þ.e. að 1sti hópur sé „léttari og fljótari“ en 2nnar hópur gefi sér ögn meiri tíma til að taka sérhæfaðri búnað fyrir snjóflóðavettvanga. 

Sendi sveitir aðeins einn hóp er vitanlega gott að sá hópur komi með þann búnað sem sveitin hefur yfir að ráða, þó svo viðkomandi hópur sé skilgreindur sem 1sti hópur viðkomandi sveitar.


Svćđi