Stefnumótunarfundur SL

Stefnumótunarfundur SL

Stefnumótunarfundur SL

Kæra stjórnarfólk slysavarnadeilda og björgunarsveita,
Nú er að fara af stað vinna við stefnumótun Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Umsjón með því starfi hefur Dr. Haukur Ingi Jónasson. Það er afar mikilvægt fyrir þá sem sitja í stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar hverju sinni að hafa skýra stefnu sem endurspeglar vilja grasrótarinnar. Stefnumótunin mun því fara fram víða og með þátttöku margra enda mikilvægt að vanda til verka þegar stefna félagsins næstu árin er mótuð.
Haukur Ingi mun á næstunni funda með einingum og verða þeir fundir svæðaskiptir.

Einn af fundunum fer fram á Akureyri og er fyrir eftirtaldar einingar:
• Björgunarsveitin Garðar, Húsavík
• Slysavarnadeild kvenna, Húsavík
• Björgunarsveitin Hafliði, Þórshöfn
• Björgunarsveitin Núpar, Kópaskeri
• Björgunarsveitin Pólstjarnan, Raufarhöfn
• Björgunarsveitin Stefán, Mývatni
• Slysavarnadeildin Hringur, Mývatni
• Björgunarsveitin Þingey, Stóru-Tjörnum
• Hjálparsveit skáta Aðaldal
• Hjálparsveit skáta Reykjadal
• Björgunarsveitin Ægir, Grenivík
• Björgunarsveitin Týr, Svalbarðseyri
• Hjálparsveitin Dalbjörg, Eyjafjarðarsveit
• Súlur, björgunarsveitin á Akureyri
• Slysavarnadeildin á Akureyri
• Björgunarsveitin Jörundur, Hrísey
• Björgunarsveitin Sæþór, Grímsey
• Björgunarsveitin Dalvík
• Slysavarnadeildin Dalvík
• Björgunarsveitin Tindur, Ólafsfirði
• Slysavarnadeild kvenna Ólafsfirði
• Björgunarsveitin Strákar, Siglufirði
• Slysavarnadeildin Vörn, Siglufirði


Fundurinn fer fram þriðjudaginn 31. mars í húsnæði Súlna, björgunarsveitarinnar á Akureyri, Hjalteyrargötu 12 og stendur frá kl. 18:00-21:00.
Einingar eru hvattar til að taka tímann frá og til að senda út viðeigandi fundarboð til síns félagsfólks. Athugið að fundurinn er opinn öllum sem láta sig störf Slysavarnafélagsins Landsbjargar varða.
Slysavarnafélagið Landsbjörg


Svćđi