Útivistarferđ UU (opin)

Útivistarferđ UU (opin) Nk. helgi (4-6 apríl) er fyrirhuguđ fjallaferđ á vegum Unfanfara/renna. Til stendur ađ fara á fjalllendiđ milli Eyjafjarđar og

Útivistarferđ UU (opin)

Nk. helgi (4-6 apríl) er fyrirhuguð fjallaferð á vegum Unfanfara/renna. Til stendur að fara á fjalllendið milli Eyjafjarðar og Skjálfanda, n.t.t. vestanvert Huldulandið. Meiningin er að trússa Atlas tjöldunum á góðan stað og ganga síðan (helst á skíðum) og fyrirkoma grunnbúðum. Laugardagurinn og sunnudagurinn fara svo í skíða/brettamennsku, fjallaklifur eða hvað annað sem okkur hugnast. Sama leið síðan gengin til baka á sunnudeginum.

Stefnt er að brottför frá H12 kl 18 á föstudeginum og heimkomu seinnipart sunnudagsins. Reikna má með að leiðin til og frá grunnbúðunum sé 10-20 km hvor leið.
Reiknum með að ganga með megnið af búnaðinum, en þó er heimilt að trússa aukaskíðum, snjóbrettum og viðlíka búnaði með tjöldunum.

Þó svo ferðin sé á forræði Undanfara/renna er hún opin hverjum þeim sveitarmeðlimi sem hefur áhuga, metnað og getu til að gista í tjöldum yfir helgina, bera matinn sinn með sér og hefur unun af "the great outdoors"

Spurningar? Ef svo er, hafið þá samband við Anton


Svćđi