Vettvangshjálp í óbyggđum - WFR

Vettvangshjálp í óbyggđum - WFR

Vettvangshjálp í óbyggđum - WFR

24. janúar 2014
 

Námskeiðið er keyrt á 2x4 dögum, 6-9 feb. og 13-16 feb

Nauðsynlegt er að ská sig á námskeiðið á vef Landsbjargar og sækja líka um til stjórnar á heimasíðu

Markmið og   uppsetning


Réttindi

Þeir sem   ljúka námskeiðinu fá réttindi til að beita sex vinnureglum sem   Landlæknisembættið hefur samþykkt. Þá eru nemendur einnig viðurkenndir sem   vettvangshjálparliðar (First Responders).

Kennsla

Kennsla   fer fram á átta dögum samfleytt eða í þremur lotum, þar sem sú fyrsta er   fimmtudags- og föstudagskvöld ásamt laugardegi og sunnudegi, en hinar tvær   loturnar eru föstudagskvöld ásamt laugardegi og sunnudegi. Námsefnið er kennt   með fyrirlestrum og verklegri kennslu í formi sýnikennslu og athafnanáms .   Haldnar eru tilfellaæfingar þar sem nemendur þjálfast í að greina vandamál og   að bregðast rétt við þeim. Um helmingur kennslunnar fer fram utandyra.

 

Tímasetning:


Nánar:


Tímafjöldi:

76   klukkustundir

Tegund:

Fagnámskeið

Réttindi

Vinna   samkvæmt vinnureglum samþykktum af landlækni

Fyrsti   tími:

6. febrúar   2014, kl. 09:00

Svið:

Fyrsta   hjálp

Lágmarksaldur

18

Síðasti   tími:

16.   febrúar 2014, kl. 

Braut:

Björgunarmaður   3

Gildistími

36

 

 

Lýsing á   námskeiði

Um er 76   klst. sérhæft námskeið í vettvangshjálp er að ræða. Námskeiðið er ætlað þeim   sem starfa fjarri almennri bráðaþjónustu og gætu verið í þeirri aðstöðu að   bera ábyrgð á hópi eða sjúklingi. Af þeim sökum hentar námskeiðið einnig vel   þeim sem eru leiðsögumenn í óbyggðum. Farið er yfir það hvernig veikindi og áverkar   eru metin, ásamt því hvaða meðferð hægt er að beita. Einnig er fjallað mikið   um forvarnir. Nemendur læra að nota tilbúinn sjúkrabúnað ásamt því að leika   af fingrum fram; nota hefðbundinn útivistarbúnað sem sjúkrabúnað. Nemendur   sem lokið hafa námskeiðinu eiga að vera tilbúnir til að vera sérfræðingar í   fyrstu hjálp innan síns hóps, hvort sem um björgunaraðgerð er að ræða eða í   ferðalögum í óbyggðum.

 

Í   aðdraganda námskeiðsins fá nemendur senda bókina Wilderness and Rescue   Medicine. Við upphaf námskeiðsins fá svo nemendur glæruhefti sem hægt er að   glósa í, verkefnabók, Wilderness Field Guide, SAGA-Skráning og ýmislegt   útprentað ítarefni. Nemendur þurfa sjálfir að koma með ritföng, en einnig er   heimilt að vera með far- eða spjaldtölvu til að glósa í. Nemendur þurfa   einnig að geta verið utandyra í verklegri kennslu, þ.á.m. við æfingar í   myrkri. Eins þurfa nemendur að gera ráð fyrir því að þeir leiki sjúklinga í   æfingum og þurfa þá að hafa með sér fatnað til þess.

 

Björgunarskólinn   setur ekki neinar forkröfur fyrir WFR – Vettvangshjálp í óbyggðum. Hins vegar   geta björgunarsveitirnar sjálfar sett sínar kröfur fyrir þá sem fara á   námskeiðið á þeirra vegum. Algengast er að nemendur sem ætla á WFR þurfi að   hafa lokið Fyrstu hjálp 1 og Fyrstu hjálp 2.

Mat

Námskeiðinu   lýkur með skriflegu og verklegu prófi. Til að útskrifast þurfa nemendur að ná   einkunninni 8,0. Þá er einnig horft til þess hvort nemandinn hafi verið   virkur þátttakandi á


Svćđi