Nýliðar

Nýliðaþjálfunin hjá Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri hefst vanalega í byrjun september ár hvert og er auglýst í flestum miðlum á Akureyrarsvæðinu ásamt instagram og facebook.

Þeir einstaklingar sem hefja þessa vegferð öðlast þekkingu sem þarf til að verða fullgilt björgunarsveitarfólk í gegnum hin ýmsu námskeið sem nýliðastarfið bíður uppá. Eftir 18 mánaði vígjast þeir inn sem lokið hafa tilsettum námskeiðum og eru þá orðin fullgilt björgunarsveitarfólk.

Námskeið sem nýliðar taka eru eftirfarandi:

  • Björgunarmaður í aðgerðum
  • Ferðamennska og rötun (þarf að ná lágmarkseinkunn)
  • Fyrstahjálp 1 (þarf að ná lágmarkseinkunn)
  • Fjarskipti 1
  • Leitartækni
  • Öryggi við sjó og vötn
  • Fjallamennska 1
  • Fyrstahjálp 2 (þarf að ná lágmarkseinkunn)
  • Snjóflóð 1

 

En hverjir geta orðið björgunarsveitarfólk?

Að starfa í björgunarsveit er eins og að æfa íþróttir eða áhugamál, fólk er misjafnt eins og við erum mörg, sumir eru í svaka formi og geta hlaupið upp og niður fjöll og fyrnindi á meðan aðrir eru skipulagðir eða hafa þekkingu við ferðamennsku á sleðum eða bílum. Innan björgunarsveita er fólk með mismunandi menntun og reynslu en allt eigum við það sameiginlegt að vilja hjálpa landanum sem og öðrum sem lenda í vandræðum og njóta alls þess sem Ísland hefur upp á að bjóða.

Ekki þarf að eiga allan búnað í byrjun en ákveðinn grunnbúnaður þarf að vera til eins og góðir gönguskór, hlífðarfatnaður og almennur útivistarfatnaður.